Afmælismót 16.júní 2023

Þann 16.júní 2023 verður afmælismót í tilefni af 70 ára afmæli GHR. Um er að ræða punktamót þar sem ræst verður út á öllum teigum en mótið hefst klukkan 16:30. Mótsgjald er 8.000 krónur og innifalið í mótsgjaldi er hátíðarkvöldverður að móti loknu. Veglegir vinningar verða í boði á mótinu og er Icelandair aðalstyrktaraðili mótsins.

Mátunardagar

Á sunnudaginn verður mátunardagur á golffatnaði merktum GHR á Strönd. Fatnaðurinn er frá vörumerkinu Footjoy. Verður fatnaðurinn á tilboði sunnudag og mánudag.

Vorhátíð

Á laugardaginn 22.apríl verður hittingur á Strönd þar sem byrjað verður að fara þær golfreglur sem mestar líkur eru á að þurfa að nota á Strandarvelli. Í hádeginu setjumst við niður og spjöllum og fáum okkar léttar veitingar. Eftir hádegið fara þeir sem vilja út á völl og spila, en ekki er um að ræða […]

Óskar og Kata fengu Gullmerki ÍSÍ

Á 101.ársþingi HSK í síðasta mánuði hlutu fengu þau Katrín Aðalbjörnsdóttir og Óskar Pálsson gullmerki ÍSÍ. Gullmerkið er veitt þeim sem hafa um árabil unnið öflugt starf fyrir ungmennafélagshreyfinguna, verið í forystu í héraði eða á vettvangi íþróttastarfs eða í áratugi unnið ötullega að eða tekið þátt í verkefnum UMFÍ. Vill stjórn GHR óska þeim […]

Framlag golfs til lýðheilsu

Framlag golfs til lýðheilsu verður umræðuefnið á fyrirlestri sem fram fer þann 3. apríl 2023   Framlag golfs til lýðheilsu verður umræðuefnið á hádegisfyrirlestri sem fram fer í Háskólanum í Reykjavík mánudaginn 3. apríl 2023. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, er á meðal þeirra sem taka til máls á fyrirlestrinum sem hefst kl. 12:00 og fer fram […]

Héraðsdómaranámskeið 2023

Dómaranefnd GSÍ stendur fyrir héraðsdómaranámskeiði í marsmánuði eins og hefur verið gert síðustu ár.Fyrirlestrar verða 14., 16., 20. og 22. mars 2023, kl. 19:30 – 22:00.Fyrirlestrar eru sendir út á netinu og einnig teknir upp þannig að það er hægt að horfa þá aftur eða eftir hentugleika. Námskeiðið er frítt fyrir meðlimi í golfklúbbum innan GSÍ. […]

Drög að mótaskrá 2023

Frá Strönd

Á félagsfundi í dag 18.febrúar voru kynnt drög að mótaskrá 2023 og eru drögin hérna fyrir neðan. Drög að viðburðaskrá Golfklúbbs Hellu 2023 22.apríl 2023 Vorhátíð (29.4. til vara) Reglukynning, golfkennsla og skemmtimót  1.maí 2023 1. maí mót Opið mót, parakeppni (samanlagðir punktar telja) allir ræstir í einu og matur á eftir (ekki alveg ákveðið) […]

Félagsfundur 18.febrúar 2023

Stjórn GHR boðar til félagsfundar klukkan 13:00 laugardaginn 18.febrúar að Strönd. Nefnd sem skipuð var að tillögu aðalfundar til að fara yfir keppnisfyrirkomulag móta hjá GHR gerir grein fyrir störfum sínum. Einnig verða kynntar hugmyndir að merktum fatnaði fyrir klúbbfélaga. Stefnt er að því að senda fundinn út á netinu fyrir þá sem eiga ekki […]