Strandarvöllur GHR
Völlurinn
18 holur - par 70
Hola 1 – par 4
Hvítur 305 m – gulur 305 m – blár 270m– Rauður 270 m
Holan liggur í hundslöpp til hægri og stórir runnar umkringja flötina. Það er ríkjandi mótvindur eða hliðarmót á þessari holu og betra er að vera vinstra megin á brautinni uppá innkomu á flötina. Þéttur kargi beggja vegna við brautina.
Hola 2 – par 3
Hvítur 140 m – gulur 140 m – blár 126 m – rauður 126 m
Par þrjú hola sem er með hóla við hliðina á flötinni og fyrir framan hana. Stundum sést ekki flaggið vegna hólanna en best er að miða á milli þeirra og á miðja flötina og lenda aðeins fyrir framan flötina.
Hola 3 – par 5
Hvítur 536 m – gulur 503 m – blár 459 m – rauður 459 m
Svokölluð flugbraut, nánast bein og löng. Runnar sitthvoru megin við hana. Flötin aðeins uppbyggð og hröð.
Hola 4 – par 3
Hvítur 192 m – Gulur 192 m – blár 153 m – rauðir 153 m
Þessi hola er kölluð frímerkið vegna flatarinnar sem er ferkönntuð. Löng hola og trékylfa fyrir flesta kylfinga. Gott að lenda fyrir framan flötina í upphafshöggi eða vippi.
Hola 5 – par 5
Hvítir 472 m – gulir 435 m – blárir 388 m – rauðir 388 m
Frekar stutt par fimm hola og hólar á miðri braut geta fangað upphafshöggið og sandur alla leið vinstra megin brautar. Flötin frekar erfið innkomu og sandgryfjur beggja vegna hennar. Hola sem margir kylfingar fá fugl á.
Hola 6 – par 4
Hvítur 347 m – gulur 310 m – blár 261 m – rauður 261 m
Brautin liggur í hundslöpp til hægri og flötin frekar lítil og erfið innkomu. Best er að vera vinstra megin á brautinni en stórir runnar eru hægra megin sem ekki gott er að lenda í.
Hola 7 – par 4
Hvítur teigur 328 m – Gulur 264 m – blár 264 m – rauður 242 m
Frekar stutt hola af fremri teig en krefjandi af hvítum teig. Lækur og runnar liggja alveg með henni hægra megin og því vandasamt upphafshögg. Flötin ekki stór og þarf gott innáhögg.
Hola 8 – par 3
Hvítur 175 m – Gulur 144 m – Blár 144 m – Rauður 132 m
Ekki gefin hola og slegið yfir Strandarsíkið. Oftast járni meira en lengd segir til um. Sangryfjur beggja vegna við flötina og ekki verra að vera aðeins lengri en styttri í upphafshöggi.
Hola 9 – par 4
Hvítur 332 m – Gulur 321 m – Blár 321 m – Rauður 294 m
Oftast hafgola á móti og mjó braut til að hitta í upphafshöggi. Annað höggið er upp brekkuna og oftast þarf kylfu meira en lengd segir til um. Runnar og kargi vinstra megin og léttari kargi hægra megin.
Hola 10 – par 4
Hvítur 263 m – Gulur 241 m – Blár 206 m – rauður 206 m
Stutt hola og möguleiki að slá inná flötina í upphafshöggi. Því talin fuglahola. Sandgryfjur fyrir framan flötina og mjó braut á milli. Litlar hættur til hliðar við flötina.
Hola 11 – par 3
Hvítur 175 m – Gulur 175 m – blár 130 m – rauður 130 m
Þessi hola getur verið varasöm, lega boltans getur verið erfið vinstra megin við flöt og því betra að slá hægra megin við flötina sem hallar til hægri. Til að slá inná flötina þarf langt og hátt högg. Sandgryfja fyrir framan hana ef högg er of stutt.
Hola 12 – par 4
Hvítur 301 m – Gulur 301 m – Blár 264 – rauður 264 m
Frekar stutt hola en erfið. Svokallaður pabbapyttur er vinstra megin og ef kylfingar fá krók í upphafshöggið þá er ekki gott að vera þar. Hægra megin er kargi, runnar og tré. Mikil halli er á flötinni frá hægri til vinstri og sandgryfja vinstra megin við flötina.
Hola 13 – par 3
Hvítur 149 m – gulur 128 m – blár 113 m – rauður 113 m
Slegið yfir Strandarsíki og best er að lenda rétt fyrir framan flötina. Ekki gott að fá högg til vinstri eða yfirslá braut eða flöt.
Hola 14 – par 4
Hvítir 387 m – Gulur 387 m – blár 331 m – rauður 331 m
Löng hola og betra að vera frekar vinstra megin, upphafshögg blint og kargi og loðnir hólar hægra megin í upphafshöggslengd. Langt annað högg sem best er að slá frekar hægra megin inná flötina. Hóll vinstra megin við flöt og talsverður halli á flötinni.
Hola 15 – par 5
Hvítir 527 m – Gulir 489 m – Blár 489 m – rauður 393 m
Líklegast ein erfiðasta braut vallarins. Erfitt upphafshögg og gott að sleppa við loðna hóla í öðru höggi. Þungur kargi alla leið, hægra megin við brautina og fjöldi hóla á braut. Stór þægileg flöt með sandgryfju hægra megin fyrir framan hana.
Hola 16 – par 4
Hvítir 347 m – Gulur 307 m – blár 307 m – rauður 266 m
Skemmtileg hola með hólum báðu megin brautar. Best er að slá upphafshögg vinstra megin á brautina og þá sést flötin vel.
Hola 17 – par 4
Hvítir 332 m – Gulur 290 m – Blár 290 m – rauður 257 m
Á þessari holu er best að halda sig vinstra megin í upphafsöggi, til að eiga greiða leið á flötina. Hólar nánast alla leið hægra megin og runnar til vinstri. Flötin er á tveimur pöllum og ef holan er uppi hægra megin er erfitt að komast nálægt henni.
Hola 18 – par 4
Hvítir 350 m – gulur 320 m – blár 320 m – rauður 237 m
Skemmtileg lokahola sem kylfingar þurfa um 180 metra teighögg til að vera öryggir yfir á bakkann handan læksins. Innáhögg á flötina þarf að vera ákveðið og oftast kylfu meira en lengd segir til um. Kargi beggja vegna við brautina. Getur reynst erfitt að slá upphafshögg í sólsetri.