Aðalfundur 2022
Heil og sæl kæru félagar í GHR Boðað er til aðalfundar GHR 2022 þ.16.nov 2022 kl.19.30 að Strönd. Samkvæmt lögum GHR frá 18.nov 2010 er dagskrá aðalfundar eftirfarandi: 1. Fundarsetning og kosning starfsmanna fundarins. 2. Skyrsla stjórnar 3. Ársreikningar síðasta starfsárs (1.nov – 31.okt) lagðir fram til samþykktar. 4. Skyrslur nefnda. 5. Umræður um skyrslur […]
Vinavallar og fyrirtækjasamningar gilda frá 01. maí til 01. október.
Frá 01. október til 01. maí er eitt verð kr.4.000.- sem gildir fyrir alla, bókanir eru á Golfbox.
Heldri kylfingar og skólakrakkar að njóta veðurblíðunnar á Strönd
Heldri kylfingar og skólakrakkar að njóta veðurblíðunnar á Strönd
Haustmótaröð GHR og Holtakjúklings
Styrktaraðili mótaraðarinnar er Holta kjúklingur og þökkum við þeim fyrir stuðninginn. Mótin eru 5 og leiknar eru 9 holur hverju sinni. Fyrirkomulag er punktakeppni og gilda 3 bestu mótin af 5.Leiknar eru til skiptist holur 1-9 og 10 til 18.Mót sem byrja á odda tölu (1,3,5 ) eru leiknar holur 1-9. Mót sem byrja á […]
HOLA Í HÖGGI
Grétar Örn Karlsson úr golfklúbbi Mosfellsbæjar fór holu í höggi laugardaginn 13. ágúst á 13. braut á Strandarvelli. Gunnar notaði járn Nr. 8.Við hjá GHR óskum honum til innilega til hamingju með afrekið.
GolfBox – NÝTT og NÚTÍMALEGT – en að öðru leyti eins!
Áfram stelpur með Ragnhildi Sigurðardóttur PGA kennara
Áfram stelpur með Ragnhildi Sigurðardóttur PGA golfkennara fór fram á Strandarvelli við Hellu 4. ágúst. 50 stúlkur á öllum aldri var skipt í fjóra hópa og útkoman aldeilis frábær og vonumst við til að sem flestar sem ekki eru þegar meðlimir gangi til liðs við klúbbinn okkarMeð því að smella á hlekkinn hér að neðan […]
Holukeppnin – Særún Sæmundsdóttir sigraði
Særún Sæmundsdóttir og Jóhann Unnsteinsson léku til úrslita í holukeppni GHR í blíðskaparveðri eins og ávalt er á Strandarvelli. Særún sigraði Jóhann 3/2. Við óskum Særúnu innilega til hamingju með sigurinn!
GOLFKENNSLA FYRIR STELPUR á öllum aldri
GOLFKENNSLA FYRIR STELPUR á öllum aldri verður haldin á Strandarvelli á Rangárvöllum, fimmtudaginn 4. ágúst næstkomandi, kl. 11.00-15:00 Ragnhildur Sigurðardóttur PGA kennari og afrekskona í golfi, mun annast kennslu og verja deginum með okkur. Ýmis konar þrautir, keppnir, æfingar og stöðvar verða á staðnum undir handleiðslu hennar.Á undanförnum árum hefur gífurlegur fjöldi tekið þátt í […]
Hola í höggi 5. júní
Andri Freyr Björnsson golfklúbbnum Setbergi (GSE) fór holu í höggi 5. Júní á 8. braut á Strandarvelli. Andri notaði 6 járn. Björn Sigurðsson (Bjössi bankastjóri) tók myndina og varð vitni að högginu.Við óskum Andra innilega til hamingju með afrekið.