Aðalfundur 2022

Heil og sæl kæru félagar í GHR Boðað er til aðalfundar GHR 2022 þ.16.nov 2022 kl.19.30 að Strönd. Samkvæmt lögum GHR frá 18.nov 2010 er dagskrá aðalfundar eftirfarandi: 1.  Fundarsetning og kosning starfsmanna fundarins. 2. Skyrsla stjórnar 3.  Ársreikningar síðasta starfsárs (1.nov – 31.okt) lagðir fram til samþykktar. 4.  Skyrslur nefnda. 5.  Umræður um skyrslur […]

Haustmótaröð GHR og Holtakjúklings

Styrktaraðili mótaraðarinnar er Holta kjúklingur og þökkum við þeim fyrir stuðninginn. Mótin eru 5 og leiknar eru 9 holur hverju sinni. Fyrirkomulag er punktakeppni og gilda 3 bestu mótin af 5.Leiknar eru til skiptist holur 1-9 og 10 til 18.Mót sem byrja á odda tölu (1,3,5 ) eru leiknar holur 1-9. Mót sem byrja á […]

HOLA Í HÖGGI

Grétar Örn Karlsson úr golfklúbbi Mosfellsbæjar fór holu í höggi laugardaginn 13. ágúst á 13. braut á Strandarvelli. Gunnar notaði járn Nr. 8.Við hjá GHR óskum honum til innilega til hamingju með afrekið.

Áfram stelpur með Ragnhildi Sigurðardóttur PGA kennara

Áfram stelpur með Ragnhildi Sigurðardóttur PGA golfkennara fór fram á Strandarvelli við Hellu 4. ágúst. 50 stúlkur á öllum aldri var skipt í fjóra hópa og útkoman aldeilis frábær og vonumst við til að sem flestar sem ekki eru þegar meðlimir gangi til liðs við klúbbinn okkarMeð því að smella á hlekkinn hér að neðan […]

Holukeppnin – Særún Sæmundsdóttir sigraði

Særún Sæmundsdóttir og Jóhann Unnsteinsson léku til úrslita í holukeppni GHR í blíðskaparveðri eins og ávalt er á Strandarvelli. Særún sigraði Jóhann 3/2. Við óskum Særúnu innilega til hamingju með sigurinn!

GOLFKENNSLA FYRIR STELPUR á öllum aldri

GOLFKENNSLA FYRIR STELPUR á öllum aldri verður haldin á Strandarvelli á Rangárvöllum, fimmtudaginn 4. ágúst næstkomandi, kl. 11.00-15:00 Ragnhildur Sigurðardóttur PGA kennari og afrekskona í golfi, mun annast kennslu og verja deginum með okkur. Ýmis konar þrautir, keppnir, æfingar og stöðvar verða á staðnum undir handleiðslu hennar.Á undanförnum árum hefur gífurlegur fjöldi tekið þátt í […]

Hola í höggi 5. júní

Andri Freyr Björnsson golfklúbbnum Setbergi (GSE) fór holu í höggi 5. Júní á 8. braut á Strandarvelli. Andri notaði 6 járn. Björn Sigurðsson (Bjössi bankastjóri) tók myndina og varð vitni að högginu.Við óskum Andra innilega til hamingju með afrekið.