Héraðsdómaranámskeið 2023

Dómaranefnd GSÍ stendur fyrir héraðsdómaranámskeiði í marsmánuði eins og hefur verið gert síðustu ár.
Fyrirlestrar verða 14., 16., 20. og 22. mars 2023, kl. 19:30 – 22:00.
Fyrirlestrar eru sendir út á netinu og einnig teknir upp þannig að það er hægt að horfa þá aftur eða eftir hentugleika.

Námskeiðið er frítt fyrir meðlimi í golfklúbbum innan GSÍ.

Ekki er skilyrði að fara í prófið þó að menn sitji námskeiðið.
Prófið er rafrænt próf tekið á netinu þannig að það er engin fyrirstaða fyrir aðila á landsbyggðinni að sitja námskeiðið og taka prófið.

Það er þó ekki skilyrði að hafa setið námskeiðið til að geta tekið prófið.
Þó er krafa að skrá sig á námskeiðið til að geta sent viðkomandi upplýsingar um námskeiðsefni og tengla á prófið.

Ætlast er til þess að þeir sem sitja héraðsdómaranámskeiðið byrji á því að undirbúa sig með því að
fara í gegnum 1.stigs golfregluskóla R&A, en íslensk þýðing á honum kemur á næstu vikum eins og allar golfreglurnar.

  1. Þátttöku í héraðsdómaranámskeiði er hægt að tilkynna með því að skrá sig hér Skráning á námskeið eða senda tölvupóst á domaranefnd@golf.is með (kennitölu, nafni og heiti golfklúbbs).
Dómaranefndin vill skora á forráðamenn golfklúbba að ræða við þá félaga sem þeir telja að gætu haft áhuga á að starfa fyrir klúbbinn á sviði mótahalds og dómgæslu og hvetja þá til að afla sér dómararéttinda.

Share this :
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
BLOG

Aðrar fréttir

Sit maecenas consequat massa nibh duis dolor nulla vulputate blandit purus nisl donec lobortis interdum donec etiam.