Óskar og Kata fengu Gullmerki ÍSÍ

Kata og Óskar ásamt Gunnari Bragasyni stjórnarmanni ÍSÍ.

Á 101.ársþingi HSK í síðasta mánuði hlutu fengu þau Katrín Aðalbjörnsdóttir og Óskar Pálsson gullmerki ÍSÍ. Gullmerkið er veitt þeim sem hafa um árabil unnið öflugt starf fyrir ungmennafélagshreyfinguna, verið í forystu í héraði eða á vettvangi íþróttastarfs eða í áratugi unnið ötullega að eða tekið þátt í verkefnum UMFÍ.

Vill stjórn GHR óska þeim hjónum innilega til hamingju með viðurkenninguna og eru þau vel að henni komin.

Ragnheiður Högnadóttir sæmdi Bjarna Jóhannsson starfsmerki UMFÍ

Þá hlaut Bjarni Jóhannsson starfsmerki UMFÍ. Starfsmerki UMFÍ er veitt fyrir frábært forystustarf í félagi, deild félags eða á vettvangi sambands, fyrir eftirtektarverð átaksverkefni eða nýjungar í starfi, góða virkni eða árangur í skipulags- og félagsstörfum s.s. með setu í stjórnum eða nefndum og fyrir mikið framlag til ungmenna- og íþróttastarfs. Innilega til hamingju með viðurkenninguna Bjarni.

Share this :
BLOG

Aðrar fréttir

Sit maecenas consequat massa nibh duis dolor nulla vulputate blandit purus nisl donec lobortis interdum donec etiam.