Skip to Content

Forsíða

 • Mánudagur, 6. september 2021 - 12:45
  Flaggakeppni 12. sept

  Á sunnudaginn 12. sept. verður Flaggakeppni sem hefst kl: 10:00 þetta er mót með forgjöf, keppendur fá flagg með sér á völlinn sem þeir setja svo niður þegar þeirra högg erum búin sem sagt 70 högg + forgjöfin hann vinnur sem lengst kemst

  Ef keppandi á eftir högg eftir 18 heldur hann áfram 19, 20 osfrv.  þar til leik er lokið

   

  Skráning er á Golfbox,  skráningu líkur laugardagskvöldið 11. sept kl: 20:00

  Lágmarks fjöldi í mót er 8 svo mót sé haldið

   

  Verum nú dugleg að vera með ????

   

  Þetta er næst síðasta mótið þetta árið en Bændaglíman og lokahófið er 25. sept. auglýst síðar

   

   

 • Miðvikudagur, 11. ágúst 2021 - 9:44
  M-mót og haustmótaröð

  Í dag 11.ágúst er síðasta M-mótið þannig ef einhverjir eru búnir að spila 4 mót er tilvalið að spila í dag og ná sér í 5 mót í góða veðrinu

   

  18.ágúst  byrjar svo Haustmótaröðin-punktamót 9 holur sem eru 5 mót og 3 bestu telja um að gera að vera með það er Samverk sem styrkir mótið

   

  Spilaðar eru til skiptis fyrri og seinni 9 sem er þannig að mót nr: 1+3+5 eru spilaðar fyrri 9 og mót nr: 2+4 eru spilaðar seinni 9

  Upplýsingar eru í golfboxinu

   

 • Sunnudagur, 11. júlí 2021 - 22:01
  Andri Már Óskarsson klúbbmeistari GHR 2021

  Meistaramóti GHR lauk í gær ágætis veður var alla dagana en 3 dagur nokkuð hvass.

  Meistarar 2021 eru Andri Már Óskarsson og Guðný Rósa Tómasdóttir 

  Innilega til hamingju allir kylfingar GHR þið eruð snillingar

 • Þriðjudagur, 15. júní 2021 - 8:54
  Golfnámskeið á Strönd

  Nú er um að gera að nýta sér tækifærið

  Margeir Vilhjálmsson verður með golfkennslu á Strönd

  Golfnámskeið á Strandarvelli  20. og 28. júní

  Kennari: Margeir Vilhjálmsson

   

  Eins dags námskeið

  Dagskrá 10:00-11:00 - járnahögg og drive

  11:00-12:00 - stutta spilið og pútt

  12:00-13:00 – hádegishlé

  13:00 -15:00 spilkennsla á vellinum

  Verð: 20.000 kr.

  Innifalið: golfkennsla, æfingaboltar, vallargjöld á golfvelli.

  Skráning hjá margeir@golfnamskeid.is eða á ghr@ghr.is

   

 • Fimmtudagur, 10. júní 2021 - 15:57
  Undirritaður samningur við Samkaup
  Í gær skrifuðu Samkaup hf. og Golfklúbburinn Hella undir samning til eins árs. Um er ræða samning við Kjörbúðina sem er ný og glæsileg verslun sem opnuð var í gær á Hellu
  Samkaup hefur metnað til að skapa jákvætt viðhorf til Golfklúbbsins á Hellu.

   

 • Föstudagur, 4. júní 2021 - 15:12
  Unglingastarf og golfkennsla

  Unglingastarfið hjá GHR byrjar á mánudaginn 7.júní

  að venju er það Gylfi Sigurjónsson sem leiðbeinir

  Tímarnir eru á

  Mánudögum kl: 17 – 18:00

  Fimmtudögum kl: 13:00 – 14:00

  Hvetjum við ungafólkið til þess að mæta vel í sumar

  Einnig er æfingarvöllurinn alltaf opinn fyrir þá sem vilja prufa golfið og svo auðvitað fyrir alla hina líka.

  Fylgjast má með fréttum af unglingastarfi GHR inn á FACEBOOK-síðu unglinganefndar

  GHR unglingastarf

  Gylfi hefur einnig tekið að sér að leiðbeina fullorðnum en þá þarf að hafa beint samband við hann í síma 897-5999 eða 772-7617

  Í júní mun svo Margeir Vilhjálmsson vera með golfkennslu en það verður auglýst betur síðar.