Velkomin

Strandarvöllur GHR

Þar sem landið mótaði völlinn
ÞJÓNUSTA

Þjónusta í boði

Golfklúbbur Hellu býður upp á margskonar þjónustu fyrir kylfinga á öllum getustigum.
Strandarvöllur býður upp á leigu golfbíla og golfsetta.
GHR mynd 9 - Unglingar

Æfingasvæði á grasi

Á Strandarvelli er stórt æfingasvæði þar sem slegið er af grasi. Hjá okkur er hægt að æfa sveifluna við bestu aðstæður. Við erum einnig með stóra æfingaflöt og 6 holu æfingavöll fyrir byrjendur og yngstu kylfingana.
Veðurblíðuna á Suðurlandi þekkja flestir kylfingar og er alltaf gott veður hjá okkur þó einstaka sinnum sé lognið á hreyfingu.
Hægt er að sjá hvernig veðrið er á Strandarvelli í beinni útsendingu úr vefmyndavél sem staðsett er á golfskálnum að Strönd
Strandarvöllur

Helstu samstarfsaðilar

Við erum einstaklega heppin að hafa fjölda samstarfsaðila sem hjálpa okkur að gera upplifum kylfinga sem koma á Strandarvöll enn betri
Viðburðir

Viðburðir á næstunni

Hér munu birtast upplýsingar um mót og helstu viðburði á vegum klúbbsins

22

apríl

Vorkoman, skemmtimót og kynning á reglum

Vorkoman, fyrsta mót sumarsins 2023. Farið verður helstu atriði í golfreglunum fyrir byrjendur og þá sem vilja rifja upp golfreglurnar. Þá er stefnt á að vera með smá leiðbeiningar varðandi rétta golfsveiflu áður en mót hefst

1

maí

1.maí mót 2023

Punktamót. Styrkt af SS. Verðlaun fyrir 5 fyrstu og fyrir besta skor.

3

maí

M – Mót nr.1

M-Mót nr.1 Höggleikur með og án forgjafar (heldri kylfingar spila 9 holur með punktum) 8 bestu mót telja