Framlag golfs til lýðheilsu

Framlag golfs til lýðheilsu verður umræðuefnið á fyrirlestri sem fram fer þann 3. apríl 2023  

Framlag golfs til lýðheilsu verður umræðuefnið á hádegisfyrirlestri sem fram fer í Háskólanum í Reykjavík mánudaginn 3. apríl 2023. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, er á meðal þeirra sem taka til máls á fyrirlestrinum sem hefst kl. 12:00 og fer fram í stofu M101.

Viðburðurinn er samvinnuverkefni íþróttafræðideildar HR og Golfsambands Íslands.

Á fundinum verður leitast eftir því að svara eftirfarandi spurningu: „Af hverju er golfíþróttin mikilvægt fyrir lýðheilsu landsins og hvernig fellur hún inn í íþróttastefnu ríkis- og sveitafélaga.?“

Dr. Hafrún Kristjánsdóttir, deildarforseti íþróttafræðideildar HR, verður fundarstjóri.

Dagskrá:

Stefnumörkun í lýðheilsu, forvörnum og heilsueflingu
Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra

Hver eru stærstu lýðheilsuverkefni golfhreyfingarinnar?
Hulda Bjarnadóttir, forseti GSÍ

Tengsl golfiðkunar við meginstoðir heilbrigðs lífs
Steinn Baugur, íþróttafræðingur og PGA kennari.

Golfiðkun á efri árum
Gauti Grétarsson, sjúkraþjálfari og formaður LEK.

Golfiðkun sem heilsuefling
Janus Guðlaugsson, íþróttafræðingur.

Golf, langlífi og heilahreysti
María Jónsdóttir, taugasálfræðingur. 

Fyrirlestrinum verður einnig streymt: https://vimeo.com/event/3170594

Nánar um viðburðinn hér.

Share this :
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
BLOG

Aðrar fréttir

Sit maecenas consequat massa nibh duis dolor nulla vulputate blandit purus nisl donec lobortis interdum donec etiam.