Framlag golfs til lýðheilsu verður umræðuefnið á fyrirlestri sem fram fer þann 3. apríl 2023
Framlag golfs til lýðheilsu verður umræðuefnið á hádegisfyrirlestri sem fram fer í Háskólanum í Reykjavík mánudaginn 3. apríl 2023. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, er á meðal þeirra sem taka til máls á fyrirlestrinum sem hefst kl. 12:00 og fer fram í stofu M101.
Viðburðurinn er samvinnuverkefni íþróttafræðideildar HR og Golfsambands Íslands.
Á fundinum verður leitast eftir því að svara eftirfarandi spurningu: „Af hverju er golfíþróttin mikilvægt fyrir lýðheilsu landsins og hvernig fellur hún inn í íþróttastefnu ríkis- og sveitafélaga.?“
Dr. Hafrún Kristjánsdóttir, deildarforseti íþróttafræðideildar HR, verður fundarstjóri.
Dagskrá:
Stefnumörkun í lýðheilsu, forvörnum og heilsueflingu
Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra
Hver eru stærstu lýðheilsuverkefni golfhreyfingarinnar?
Hulda Bjarnadóttir, forseti GSÍ
Tengsl golfiðkunar við meginstoðir heilbrigðs lífs
Steinn Baugur, íþróttafræðingur og PGA kennari.
Golfiðkun á efri árum
Gauti Grétarsson, sjúkraþjálfari og formaður LEK.
Golfiðkun sem heilsuefling
Janus Guðlaugsson, íþróttafræðingur.
Golf, langlífi og heilahreysti
María Jónsdóttir, taugasálfræðingur.
Fyrirlestrinum verður einnig streymt: https://vimeo.com/event/3170594