Fundargerð félagsfundar 17.október 2024

Fundargerð.

Félagsfundur GHR haldinn þann.17.10.2024 kl. 19,00 að Strönd.
Mættir voru 20 félagsmenn. Fundi styrði formaður félagsins.
Dagskrá:
Vélageymsla /starfsmannaðstaða. Friðrik kynnti stöðu málsins, framkvæmdir o.fl.
Húsið er nánast fokhelt og stendur í um 20 millj. kr. Nokkrar umræður urðu og fannst
sumum byggingin fullstór en stjórnin taldi að verið væri að byggja til framtíðar. Húsið
verður byggt fyrir eigið fé og ekki er þörf á lántöku.
Land og Skógar Staða viðræðna við Land og skógar um stækkun lands var kynnt
og er það mál í góðum farvegi.
Breytingar á vellinum. Kynntar voru hugmyndir sem hafa komið fram frá Haraldi
Franklín um breytingar á 2 brautum. Nokkrar umræður voru um málið en engin
ákvörðun tekin.
Golfkennsla í skólum í Rang. Guðmundur kynnti að umræður væri í gangi um
fræðslu við íþróttakennara í sýslunni í góðu samstarfi við GSÍ. Einnig kom fram að
stjórnin hefur rætt við forráðamenn sveitarfélaga um golfherma á þéttbýlisstöðunum.
Mannahald 2025. Guðmundur kynnti að búið væri að ganga frá starfsmannamálum
á vellinum fyrir næsta sumar en búið er að ráða 3 starfsmenn sem unnu við völlinn í
sumar. Æskilegt væri að fá aðstoðarfólk einnig til starfa við völlinn.
Strandarvöllur, viðræður við sveitarfölgin um yfirtöku GHR á hlut þeirra í
Strandarvelli. Upplýst var að Ásahreppur og Rangárþing eystra hafa þegar
samþykkt fyrir sitt leyti að klúbburinn fái þeirra hlut. Viðræður hafa verið í gangi við
Rangárþing ytra. Umræður urðu um að hvort rétt væri að að taka yfir hlut
sveitarfélaga og væri gott að hafa þá sem bakhjarla. Upplýst var að GHR hefði lagt
umtalsvert fé inn í Strandarvöll í gegnum árin og ekki hvað síst nú þegar verið væri
að byggja vélageymslu/starfsmannaaðstöðu. Hefði því klúbburinn í raun leyst til sín
hlut sveitarfélagana.
Kynningar.
Kynntur var sérstakur kvennadagur þar sem Ragnhildur Sigurðardóttir var að
leiðbeina. Þetta er til að styrkja þáttöku kvenna og um leið hugsað til þess að
styrkja þáttöku fjölskyldna í golfi.
Golfdagur var haldinn í samstarfi við GSÍ. Fjórir kennaranemar mættu á svæðið og
kenndu þeim sem mættu en þátttaka var ágæt. Boðið var upp á grill í lokin.
Dagar voru fyrir ungafólkið í Rangárvallasýslu, 2 dagar skipt fyrir eldri og yngri.

Stefnt er að aðalfundi 23. nóvember og verður hann nánar auglýstur síðar.
Fundi var slitið kl. 20,45.

Share this :
BLOG

Aðrar fréttir

Sit maecenas consequat massa nibh duis dolor nulla vulputate blandit purus nisl donec lobortis interdum donec etiam.