Úrslit í fyrsta móti sumarsins

Þórir Bragason skrifar
Vorkomumótið fór fram í gær í blíðskapar veðri. Keppnin var hörku spennandi og þurfti að skilja á milli tveggja efstu með árangri á síðustu þremur holunum. Það reyndist undirrituðum dýrt að þurfa að taka víti úr runna á sextándu braut þannig að Heimir Hafsteinsson endaði sem sigurvegari á 71 höggi nettó. Í þriðja sæti endaði Jóhann Sigurðsson með betri árangur á seinni níu en Erlingur Snær Loftsson. Þeir spiluðu báðir á 73 höggum. Það var vesen með greiðslumiðla þannig að nokkrir skulda mótsgjaldið og eru beðnir um að greiða kr. 1.200 á reikning 510401-2040 0308-26-007775. Við reynum svo að finna gott tækifæri fyrir verðlaunaafhendingu.

Share this :
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
BLOG

Aðrar fréttir

Sit maecenas consequat massa nibh duis dolor nulla vulputate blandit purus nisl donec lobortis interdum donec etiam.