Þórir Bragason skrifar
Vorkomumótið fór fram í gær í blíðskapar veðri. Keppnin var hörku spennandi og þurfti að skilja á milli tveggja efstu með árangri á síðustu þremur holunum. Það reyndist undirrituðum dýrt að þurfa að taka víti úr runna á sextándu braut þannig að Heimir Hafsteinsson endaði sem sigurvegari á 71 höggi nettó. Í þriðja sæti endaði Jóhann Sigurðsson með betri árangur á seinni níu en Erlingur Snær Loftsson. Þeir spiluðu báðir á 73 höggum. Það var vesen með greiðslumiðla þannig að nokkrir skulda mótsgjaldið og eru beðnir um að greiða kr. 1.200 á reikning 510401-2040 0308-26-007775. Við reynum svo að finna gott tækifæri fyrir verðlaunaafhendingu.