Laugardaginn 12.ágúst nk. verður afmælismót GHR haldið í tilefni af 70 ára afmæli klúbbsins. Um verður að ræða opið punktamót þar sem stefnt er að ræsa út á öllum holum á sama tíma. Mótið hefst klukkan 13 og að móti loknu verður hátíðarmáltíð í tilefni af afmælinu. Icelandair er aðal styrktaraðili mótsins og verða glæsilegir vinningar í boði Icelandair. Skráning fer fram á Golfbox og er þátttökugjald 8.000 kr. Innifalið í þátttökugjaldi er hátíðarmáltíð og vallargjald.