Meistaramót GHR 2023

Í næstu viku hefst meistaramót klúbbsins og eru allir félagar sem kylfu geta valdið hvattir til
að mæta og skemmta sér með öðrum félögum og bera sig saman við kylfinga af svipaðri getu
og eða svipuðum aldri. Athugið að skráningu líkur á miðnætti á sunnudag.
Keppt er í eftirfarandi flokkum:
Karlar:
Meistaraflokkur – minna en 5,0 í forgjöf
1 flokkur – 5,1 – 10,0 í forgjöf
2 flokkur – 10,1 – 18,0 í forgjöf
3 flokkur – 18,1 – 28,0 í forgjöf
4 flokkur – 28,1 + í forgjöf
Öldungaflokkur 55 – 64 ára – engin forgjafarmörk
Allir þessir flokkar spila 4×18 holur frá miðvikudegi – laugardags.
Öldungaflokkur 65+ spilar 4×9 holur sömu daga og ungmennin.

Konur:
1 flokkur – lægri en 21,1 í forgjöf
2 flokkur – 21,1 – 30,0 í forgjöf
3 flokkur – 30,1 + í forgjöf
Allir þessir flokkar spila 4×18 holur frá miðvikudegi – laugardags.
Öldungaflokkur 50+ spilar 4×9 holur sömu daga og ungmennin.

Börn 16 ára og yngri spila 2 x 9 holur á fimmtudegi og laugardegi

Almennt er ræsing á tímabilinu frá kl. 16 – 18 miðvikudag og fimmtudag en færist fram um
klukkustund á föstudegi. Á laugardegi er ræst að morgni og ræsingu oftast lokið um kl. 11.
Hins vegar reynir mótstjórn að koma til móts við sérþarfir keppenda en þó þannig að reynt er
að láta alla keppendur hvers flokks keppa við svipaðar aðstæður.
Á laugardags kvöldinu er svo lokahóf og verðlaunaafhending.
Mótsgjald er 6.000 fyrir 18 holu keppni, 4.000 fyrir 9 holu keppni og 2.500 fyrir barnaflokk.

Share this :
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
BLOG

Aðrar fréttir

Sit maecenas consequat massa nibh duis dolor nulla vulputate blandit purus nisl donec lobortis interdum donec etiam.