Íslandsmót kvenna 50+

Íslandsmót golfklúbba í 1. deild kvenna 2023 í +50 ára og eldri fór fram á Strandarvelli á Hellu dagana 24.-26. ágúst. Alls tóku átta klúbbar þátt.

Golfklúbbur Reykjavíkur lék til undanúrslita gegn Golfklúbbi Mosfellsbæjar, þar sem að GR hafði betur. Í hinni undanúrslitaviðureigninni áttust við Golfklúbburinn Keilir og Golfklúbbur Kópavogs – og Garðabæjar. Þar hafði Keilir betur. Golfklúbbur Suðurnesja endaði í 8. sæti og leikur í 2. deild að ári. Keilir og GR léku til úrslita þar sem að Keilir sigraði og er GK Íslandsmeistari golfklúbba 2023 í flokki 50 ára og eldri í kvennaflokki.

Sjá nánari úrslit og frétt um mótið á heimasíðu GSÍ í link hér fyrir neðan.

https://www.golf.is/islandsmot-golfklubba-2023-50-golfklubburinn-keilir-islandsmeistari-i-1-deild-kvenna/

Share this :
BLOG

Aðrar fréttir

Sit maecenas consequat massa nibh duis dolor nulla vulputate blandit purus nisl donec lobortis interdum donec etiam.