GOLFKENNSLA FYRIR STELPUR á öllum aldri

GOLFKENNSLA FYRIR STELPUR á öllum aldri verður haldin á Strandarvelli á Rangárvöllum, fimmtudaginn 4. ágúst næstkomandi, kl. 11.00-15:00 Ragnhildur Sigurðardóttur PGA kennari og afrekskona í golfi, mun annast kennslu og verja deginum með okkur. Ýmis konar þrautir, keppnir, æfingar og stöðvar verða á staðnum undir handleiðslu hennar.Á undanförnum árum hefur gífurlegur fjöldi tekið þátt í Stelpugolfi sem haldið er árlega af GSÍ og samstarfsaðilum víðs vegar um landið. Markmið Stelpugolfs er að stuðla að aukinni þátttöku kvenna í golfi og auka fjölskylduímynd golfíþróttarinnar.Við hjá Golfklúbbnum á Hellu hvetjum konur á öllum aldri á Suðurlandi að taka þátt og spreyta sig í golfi undir handleiðslu Ragnhildar og taka með sér eftir atvikum mömmur, ömmur, dætur frænkur, vinkonur o.s.frv. í golf.Kylfur verða á staðnum og viðburðurinn og kennslan er þátttakendum að kostnaðarlausu.Þeir sem ætla að koma og taka þátt vinsamlegast skráið ykkur á viðburðinn hér með athugasemd undir þessarri færslu. Ef einhverjir áhugasamir eru ekki á Facebook að fá þá annan til þess að skrá nöfnin og gsm síma hér í athugasemdum. Þannig verður unnt að skipuleggja daginn m.t.t. fjölda þátttakenda. Leiðbeiningar og almennar upplýsingar munu svo allar koma fram hér í þessum hópi.Einstaklingar eða hópar sem hafa áhuga á einkakennslu hjá Ragnhildi geta haft samband við hana á netfangið apari@apari.is. Við bendum líka áhugasömum á vefsíðu Ragnhildar apari.isSjáumst hress og kát á Strandarvelli ?

Share this :
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
BLOG

Aðrar fréttir

Sit maecenas consequat massa nibh duis dolor nulla vulputate blandit purus nisl donec lobortis interdum donec etiam.