Skip to Content

Unglingastarf og golfkennsla

Föstudagur, 4. júní 2021 - 15:12

Unglingastarfið hjá GHR byrjar á mánudaginn 7.júní

að venju er það Gylfi Sigurjónsson sem leiðbeinir

Tímarnir eru á

Mánudögum kl: 17 – 18:00

Fimmtudögum kl: 13:00 – 14:00

Hvetjum við ungafólkið til þess að mæta vel í sumar

Einnig er æfingarvöllurinn alltaf opinn fyrir þá sem vilja prufa golfið og svo auðvitað fyrir alla hina líka.

Fylgjast má með fréttum af unglingastarfi GHR inn á FACEBOOK-síðu unglinganefndar

GHR unglingastarf

Gylfi hefur einnig tekið að sér að leiðbeina fullorðnum en þá þarf að hafa beint samband við hann í síma 897-5999 eða 772-7617

Í júní mun svo Margeir Vilhjálmsson vera með golfkennslu en það verður auglýst betur síðar.