Óskar Pálsson endurkjörinn formaður GHR í 20. sinn
Miðvikudagur, 13. nóvember 2019 - 9:03
Aðalfundur GHR var haldinn þriðjudaginn 12. nóvember 13 manns mættu á fundinn
Óskar Pálsson var endurkjörinn formaður og er hann að fara inn í sitt 20 starfsár.
Breytingar urðu í varastjórn þar sem Loftur Þór Pétursson gaf ekki kost á sér og inn í hans stað kom Friðrik Sölvi Þórarinsson. Aðrar nefndir eru óbreyttar.
Framfaraverðlaun voru veitt sem Ása Margrét Jónsdóttir hlaut og
Háttvísibikarinn hlaut Guðný Rósa Tómasdóttir.
Stjórnina skipa
Formaður: Óskar Pálsson
Varaformaður: Einar Long
Gjaldkeri: Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir
Ritari: Bjarni Jóhannsson
Meðstjórnandi: Guðný Rósa Tómasdóttir
Varamenn
Guðlaugur Karl Skúlason
Friðrik Sölvi Þórarinsson