Skip to Content

Nýr formaður GHR Guðmundur Ágúst Ingvarsson

Föstudagur, 29. október 2021 - 11:54

Aðalfundur GHR var haldinn fimmtudaginn 28.okt. 31 mættu á fundinn.

Fundarstjóri var Bjarni Jónsson

Breytingar urðu í stjórn, Óskar Pálsson formaður til 21 árs og Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir gjaldkeri til 21 árs gáfu ekki kost á sér. Nýr formaður er Guðmundur Ágúst Ingvarsson og nýr gjaldkeri er Guðrún Arnbjörg Óttarsdóttir aðrir stjórnarmenn gáfu kost á sér áfram.

     Breytingar urðu í kappleikja-og félaganefnd, Steinar Tómasson formaður og Guðmundur Á Ingvarsson gáfu ekki kost á sér áfram í þeirra stað komu þeir Guðmundur Pétur Davíðsson og Þórir Bragason. í barna-og unglinganefnd gáfu Ólafur Stolzenwald formaður og Andri Már Óskarsson ekki kost á sér áfram  þar kom inn Guðjón Bragason. Í vallarnefnd urðu líka breytingar þeir Arngrímur Benjamínsson formaður, Gunnar Bragason og Óskar Pálsson gáfu ekki kost á sér áfram, í þeirra stað komu þeir Ólafur Stolzenwald, Jóhann Sigurðsson og Bjarni Jónsson. Aðrar nefndir eru óbreyttar.

Formaður las skýrslu stjórnar og fór yfir það helsta sem gerst hafði á árinu, þakkaði starfsfólki, stjórn og nefndarmönnum fyrir vel unnin störf á árinu og bauð nýja menn velkomna.

 

Stjórnina skipa

Formaður: Guðmundur Ágúst Ingvarsson        

Varaformaður: Einar Long

Gjaldkeri:        Guðrún Arnbjörg Óttarsdóttir

Ritari:              Bjarni Jóhannsson

Meðstjórnandi: Guðný Rósa Tómasdóttir

 

 

1. varamaður: Guðlaugur Karl Skúlason

2. varamaður:  Friðrik Sölvi Þórarinsson