Um GHR
Golfklúbbur Hellu var stofnaður 22. júni 1952 Aðalhvatamenn og stofnendur klúbbsins vorur Ásgeir Ólafsson og Helmut Stolzenwald á Hellu, en Rúdólf Stolzenwald varð fyrsti formaður golfklúbbsins. Klúbbnum áskotnaðist land á Gaddstaðaflötum sem nú er mannvirki hestamannafélagsins og hestamannavöllur. Fyrsti völlur klúbbsins var níu holur og var leikið á honum nokkuð reglubundið til ársins 1958, en þá missti klúbburinn landið. Vegna fámennis og vallarleysis lagðist klúbburinn niður tímabundið um 1960. Skammstöfun klúbbsins var þá GH en varð síðar GHR.