Skip to Content

Forsíða

 • Föstudagur, 5. mars 2021 - 10:05
  Aðalfundur GHR

  Aðalfundur GHR var haldinn fimmtudaginn 4.mars 19 mættu á fundinn.

  Fundarstjóri var Bjarni Jónsson

  Stjórnin er óbreytt Óskar Pálsson var endurkjörinn formaður, verður þetta 21 árið hans sem formaður GHR

  Stjórnin gaf öll kost á sér áfram nema Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir gjaldkeri, engin fékkst í hennar stað, óskir komu um að hún héldi áfram sem hún samþykkti.

       Breytingar urðu í kappleikja-og félaganefnd, Steinar Tómasson tók við af Heimi Hafsteinssyni sem formaður nefndarinnar Loftur Þór Pétursson og Svavar Hauksson gáfu ekki kost á sér áfram, Guðmundur Ingvarsson kom nýr í nefndina. Breytingar urðu einnig á barna-og unglinganefnd Óskar Eyjólfsson gaf ekki kost á sér áfram í hans stað kom Yngvi Karl Jónsson og í forgjafarnefnd kom inn Kristín Bragadóttir í stað Guðjóns Bragasonar. Aðrar nefndir eru óbreyttar.

  Formaður las skýrslu stjórnar og fór yfir það helsta sem gerst hafði á árinu, þakkaði starfsfólki, stjórn og nefndarmönnum fyrir vel unnin störf á árinu og bauð nýja menn velkomna.

   

  Stjórnina skipa

  Formaður:       Óskar Pálsson

  Varaformaður: Einar Long

  Gjaldkeri:        Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir

  Ritari:              Bjarni Jóhannsson

  Meðstjórnandi: Guðný Rósa Tómasdóttir

   

  1. varamaður: Guðlaugur Karl Skúlason

  2. varamaður:  Friðrik Sölvi Þórarinsson

   

   

 • Föstudagur, 9. október 2020 - 14:27
  COVID-19

  Samkvæmt fyrirmælum sóttvarnarlæknis og almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra eru íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu beðin um að gera hlé á öllum æfingum og keppni í tvær vikur, frá deginum í dag til 19. október. Félögin eru jafnframt beðin um að fresta keppnisferðum út á land. Ákvörðunin er tekin í ljósi þess að smitum vegna Covid-19 hefur fjölgað verulega á höfuðborgarsvæðinu á síðustu dögum og líkur á veldisvexti smita í faraldrinum hafa aukist. 

  Viðbragðshópur Golfsambands Íslands beinir því hér mér til allra golfklúbba á höfuðborgarsvæðinu að loka golfvöllum sínum fram til 19. október, eða þar til ný fyrirmæli berast frá yfirvöldum. Nánar tiltekið er um að ræða golfvelli í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Álftanesi, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Mosfellsdal og Kjalarnesi. 

  Þá beinir GSÍ þeim tilmælum til kylfinga á höfuðborgarsvæðinu að virða framangreindar takmarkanir og leita þannig ekki til golfvalla utan höfuðborgarsvæðisins, enda hafa yfirvöld beint því til höfuðborgarbúa að vera ekki á ferðinni til eða frá höfuðborgarsvæðinu meira en nauðsyn krefur. 

  Það er einlæg von Golfsambands Íslands að golfklúbbar og kylfingar hafi skilning á þessum tilmælum og bregðist við þeim þegar í stað. 

  F.h. viðbragðshóps GSÍ vegna Covid-19
  Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri GSÍ.  

 • Föstudagur, 9. október 2020 - 9:20
  Golfskálinn lokaður salernisaðastaða er opin

  Golfskálinn er lokaður en salernisaðstaða er opin

  við biðjum kylfinga um að virða allar sóttvarnarreglur 

   

 • Fimmtudagur, 1. október 2020 - 9:29
  Bændaglíma 3.okt

  Laugardaginn 3.okt er Bændaglíma GHR sem er holukeppni, þar eru valdir 2 bændur sem kjósa sér svo í lið. þetta er mjög skemmtilegt mót og hvetjum við ykkur félagana til þátttöku.

  Skráning er á Golfbox og byrjar mótið kl: 11:00. Við biðjum ykkur að mæta tímanlega þar sem þarf að kjósa í lið svo hægt sé að byrja á réttum tíma.

 • Fimmtudagur, 17. september 2020 - 12:00
  Bændaglíma og lokahóf

  Kæru félagar!

  þann 26. september er Bændaglíma GHR sem er holukeppni, þar eru valdir 2 bændur sem kjósa sér svo í lið. þetta er mjög skemmtilegt mót og hvetjum við ykkur félagana til þátttöku.

  Skráning er á Golfbox og byrjar mótið kl: 11:00. Við biðjum ykkur að mæta tímanlega þar sem þarf að kjósa í lið svo hægt sé að byrja á réttum tíma.

  Alltaf eftir Bændaglímu hefur klúbburinn verið með lokahóf um kvöldið þar sem félagar hafa komið og borðað saman og haft skemmtilegt kvöld, veitt hafa verið verðlaun fyrir M- og Haustmótaröðina þetta  hefur verið hápunktur golfsumarsins hjá okkur flestum.

  Stjórn GHR ákvað það að í ljósi ástandsins í dag að hvetja ekki til samverustundar eftir mótið þannig að í ár verður ekkert lokahóf, okkur þykir það miður og vonum svo sannarlega að þessu verði öllu lokið á næsta ári og þá verði hægt að halda gott lokahóf.

  Bændaglíman verður engu að síður haldin eins og komið hefur fram, þar gilda svolítið aðrar reglur, nánd við aðra kylfinga er betur hægt að varast á vellinum sem allir kylfingar ættu að þekkja og vita um COVID-19.

  Það er leitt að geta ekki komið saman borðað, skemmt okkur og tekið á móti verðlaunum úr mótaröðunum en þar hafa styrktaraðilarnir gefið glæsileg verðlaun.  þeir eru Margt Smátt, Hótel Örk, og Coca-cola.

  Margt Smátt gefur verðlaun í M-mótin, Hótel Örk í Haustmótaröðina, Coca-Cola gefur svo öll nándarverðlaun í bæði mótin.

  Kappleikjanefnd mun sjá um að koma þessum verðlaunum til þeirra sem til þeirra unnu, úrslit úr mótunum verða svo birt eftir að úrslit liggja fyrir af síðasta Haustmótinu sem er 18.sept.

  Við vonum að félagar GHR skilji ákvörðun stjórnar á þessum COVID tímum.

  Við þökkum fyrir gott golfsumar og sjáumst vonandi hress í Bændaglímu og á golfvellinum á næsta ári,

  jafnvel á haustdögum ????

  Með kveðju  

  Stjórn GHR

   

 • Mánudagur, 10. ágúst 2020 - 8:44
  Andr Már flottur í Íslandsmóti í höggleik 2020

  Íslandsmótið í höggleik fór fram á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ dagana 6-9 ágúst eins og allir vita, þar var okkar maður Andir Már Óskarsson að spila frábært golf jafnaði vallarmetið á þriðja degi á 6 undir pari,

  Endaði svo mótið á -4 og var því í 4 sæti, ansi mjótt var á mununum á 2 og 4 sæti aðeins 1 högg en svona er golfið.

   

  Við óskum Andra Má  innilega til hamingju með þennan flotta árangur og óskum honum alls hins besta í framtíðinn