Skip to Content

Forsíða

 • Miðvikudagur, 13. nóvember 2019 - 9:03
  Óskar Pálsson endurkjörinn formaður GHR í 20. sinn

  Aðalfundur GHR var haldinn þriðjudaginn 12. nóvember 13 manns mættu á fundinn

  Óskar Pálsson var endurkjörinn formaður og er hann að fara inn í sitt 20 starfsár.

  Breytingar urðu í varastjórn þar sem Loftur Þór Pétursson gaf ekki kost á sér og inn í hans stað kom Friðrik Sölvi Þórarinsson. Aðrar nefndir eru óbreyttar.

  Framfaraverðlaun voru veitt sem Ása Margrét Jónsdóttir hlaut og

  Háttvísibikarinn hlaut Guðný Rósa Tómasdóttir.

   

  Stjórnina skipa

   

  Formaður:          Óskar Pálsson

  Varaformaður:  Einar Long

  Gjaldkeri:           Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir

  Ritari:                  Bjarni Jóhannsson

  Meðstjórnandi: Guðný Rósa Tómasdóttir

   

  Varamenn

  Guðlaugur Karl Skúlason

  Friðrik Sölvi Þórarinsson

   

 • Mánudagur, 18. desember 2017 - 9:24
  Gleðilega hátíð

  Gleðilega hátíð

 • Fimmtudagur, 9. nóvember 2017 - 10:18
  Óskar Pálsson endurkjörinn formaður GHR

  Aðalfundur GHR var haldinn miðvikudaginn 8.nóv. 13 mættu á fundinn.

  Fundarstjóri var Heimir Hafsteinsson

  Óskar Pálsson var endurkjörinn formaður, verður þetta 18 árið hans sem formaður GHR

  Stjórnin gaf öll kost á sér áfram og var hún endurkjörin

  Breytingar urðu í kappleikja-og félaganefnd, þar hætti Þórunn Sigurðardóttir, inn komu Svavar Hauksson og Guðmundur Ágúst Ingvarsson. Breytingar urðu einnig á skoðunarmönnum þar kom inn Gróa Ingólfsdóttir fyrir Svein Sigurðsson sem lést fyrr á árinu. Aðrar nefndir eru óbreyttar.

  Formaður las skýrslu stjórnar og fór yfir það helsta sem gerst hafði á árinu, þakkaði starfsfólki, stjórn og nefndarmönnum fyrir vel unnin störf á árinu.

  Eins og undanfarin ár voru veitt framfaraverðlaun, það var  Fannar Aron hafsteinsson sem hlaut þau að þessu sinni, óskum við honum innilega til hamingju og góðs gengis á komandi árum.

   

  Stjórnina skipa

  Formaður:                  Óskar Pálsson

  Varaformaður:            Einar Long

  Gjaldkeri:                   Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir

  Ritari:                         Bjarni Jóhannsson

  Meðstjórnandi:           Gísli Jafetsson

  1. varamaður:            Guðný Rósa Tómasdóttir

  2. varamaður:            Loftur Þór Pétursson

 • Þriðjudagur, 7. nóvember 2017 - 14:00
  Aðalfundur 2017

  Aðalfundur Golfkúbbs Hellu verður haldinn

  miðvikudaginn 8. nóvember 2017 kl. 20.00 í Golfskálanum Strönd.

  Venjuleg aðalfundarstörf

  Léttar kaffiveitingar verða í boði klúbbsins.

  Stjórnin

 • Mánudagur, 10. júlí 2017 - 9:17
  Klúbbmeistarar 2017

  Klúbbmeistarar 2017 eru mæðginin Andri Már Óskarsson og Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir, Andri Már spilaði hringina 4 á -1  sem er í fyrsta skipti sem það gerist á meistaramóti GHR af hvítum teigum. Keppendur fengu allskonar veður þessa 4 daga, en nokkur vindur var alla dagana og rigning af og til á fimmtudeginum.

  Úrslit í öðrum flokkum má sjá inn á golf.is

  GHR óskar vinningshöfum til hamingju og keppendum fyrir þátttökuna

 • Mánudagur, 29. maí 2017 - 15:54
  Golftímar og kennsla fyrir börn og unglinga í sumar

   

  Gylfi Sigurjónsson verður með golftíma fyrir börn og unglinga sumarið 2017

  mánudaga kl: 13:00 og miðvikudaga kl: 18:00

 • Mánudagur, 8. maí 2017 - 18:25
  OPNA-LANCOME

   

  Vinningshafar í 1. flokki á OPNA-LANCOME-kvennamótinu 7. maí í blíðskapar veðri á Strönd

  1. sæti Brynja Sigurðardóttir GFB á 37 punktum

  2. sæti Anna Jódís Sigurbergsdóttir GK á 36 punktum

  3. sæti Steinunn Sæmundsdóttir GR á 34 punktum

  Önnur úrslit má sjá inn á golf.is

  GHR óskar vinningshöfum til hamingju,  þakkar konunum fyrir komuna og Heildversluninn Termu fyrir stuðninginn