Skip to Content

Forsíða

 • Föstudagur, 29. október 2021 - 11:54
  Nýr formaður GHR Guðmundur Ágúst Ingvarsson

  Aðalfundur GHR var haldinn fimmtudaginn 28.okt. 31 mættu á fundinn.

  Fundarstjóri var Bjarni Jónsson

  Breytingar urðu í stjórn, Óskar Pálsson formaður til 21 árs og Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir gjaldkeri til 21 árs gáfu ekki kost á sér. Nýr formaður er Guðmundur Ágúst Ingvarsson og nýr gjaldkeri er Guðrún Arnbjörg Óttarsdóttir aðrir stjórnarmenn gáfu kost á sér áfram.

       Breytingar urðu í kappleikja-og félaganefnd, Steinar Tómasson formaður og Guðmundur Á Ingvarsson gáfu ekki kost á sér áfram í þeirra stað komu þeir Guðmundur Pétur Davíðsson og Þórir Bragason. í barna-og unglinganefnd gáfu Ólafur Stolzenwald formaður og Andri Már Óskarsson ekki kost á sér áfram  þar kom inn Guðjón Bragason. Í vallarnefnd urðu líka breytingar þeir Arngrímur Benjamínsson formaður, Gunnar Bragason og Óskar Pálsson gáfu ekki kost á sér áfram, í þeirra stað komu þeir Ólafur Stolzenwald, Jóhann Sigurðsson og Bjarni Jónsson. Aðrar nefndir eru óbreyttar.

  Formaður las skýrslu stjórnar og fór yfir það helsta sem gerst hafði á árinu, þakkaði starfsfólki, stjórn og nefndarmönnum fyrir vel unnin störf á árinu og bauð nýja menn velkomna.

   

  Stjórnina skipa

  Formaður: Guðmundur Ágúst Ingvarsson        

  Varaformaður: Einar Long

  Gjaldkeri:        Guðrún Arnbjörg Óttarsdóttir

  Ritari:              Bjarni Jóhannsson

  Meðstjórnandi: Guðný Rósa Tómasdóttir

   

   

  1. varamaður: Guðlaugur Karl Skúlason

  2. varamaður:  Friðrik Sölvi Þórarinsson

   

   

 • Föstudagur, 4. júní 2021 - 15:12
  Unglingastarf og golfkennsla

  Unglingastarfið hjá GHR byrjar á mánudaginn 7.júní

  að venju er það Gylfi Sigurjónsson sem leiðbeinir

  Tímarnir eru á

  Mánudögum kl: 17 – 18:00

  Fimmtudögum kl: 13:00 – 14:00

  Hvetjum við ungafólkið til þess að mæta vel í sumar

  Einnig er æfingarvöllurinn alltaf opinn fyrir þá sem vilja prufa golfið og svo auðvitað fyrir alla hina líka.

  Fylgjast má með fréttum af unglingastarfi GHR inn á FACEBOOK-síðu unglinganefndar

  GHR unglingastarf

  Gylfi hefur einnig tekið að sér að leiðbeina fullorðnum en þá þarf að hafa beint samband við hann í síma 897-5999 eða 772-7617

  Í júní mun svo Margeir Vilhjálmsson vera með golfkennslu en það verður auglýst betur síðar.

   

 • Föstudagur, 28. maí 2021 - 9:23
  Aflýst fyrsta hring 17-21 árs

  Fyrsta hring SS-unglingamótsins sem vera átti í dag 28.maí kl: 13:00 er aflýst vegna veðurs

  GSÍ mun senda tilkynningu um nýja rástíma

 • Miðvikudagur, 19. maí 2021 - 19:31
  Golfskálinn opinn

  Búið er að opna golfskálann en veitingaaðstaðan sem slík er ekki opin að sinni.

  hægt er að skrá sig á rástíma, fá golfbíla, kaupa golfvörur, öl og gos

   

 • Þriðjudagur, 20. apríl 2021 - 18:28
  Ekkert 1.maí og Lancome mót í ár

  1 maí mót GHR og SS verður ekki í ár. Strandarvöllur er hins vegar opinn öllum kylfingum sem geta skráð rástíma á golfbox. Salernisaðstaða er opinn en veitingasalan og skálinn lokaður.

  Við biðjum kylfinga og gesti að fara eftir sóttvarnarreglum.

  Einnig mun Lancome-mótið falla út þetta árið

   

 • Föstudagur, 16. apríl 2021 - 15:43
  1.maí mót GHR

  Ákveðið verður á mánudaginn hvort við munum halda 1.maí mót í ár

  frétt þess efnis kemur hér á heimasíðuna

 • Laugardagur, 3. apríl 2021 - 12:54
  Golfbílar og rafhjól eru ekki leyfð á Strandarvelli

  Vinsamlegast ATH að golfbílar og rafhjól eru ekki leyfð á Strandarvelli