Skip to Content

Forsíða

 • Þriðjudagur, 15. júní 2021 - 8:54
  Golfnámskeið á Strönd

  Nú er um að gera að nýta sér tækifærið

  Margeir Vilhjálmsson verður með golfkennslu á Strönd

  Golfnámskeið á Strandarvelli  20. og 28. júní

  Kennari: Margeir Vilhjálmsson

   

  Eins dags námskeið

  Dagskrá 10:00-11:00 - járnahögg og drive

  11:00-12:00 - stutta spilið og pútt

  12:00-13:00 – hádegishlé

  13:00 -15:00 spilkennsla á vellinum

  Verð: 20.000 kr.

  Innifalið: golfkennsla, æfingaboltar, vallargjöld á golfvelli.

  Skráning hjá margeir@golfnamskeid.is eða á ghr@ghr.is

   

 • Laugardagur, 3. apríl 2021 - 12:54
  Golfbílar og rafhjól eru ekki leyfð á Strandarvelli

  Vinsamlegast ATH að golfbílar og rafhjól eru ekki leyfð á Strandarvelli

 • Miðvikudagur, 31. mars 2021 - 11:08
  Snjór yfir Strandarvelli

  Snjór er yfir Strandarvelli og ekki spilafært

  þeir sem hafa skráð sig á rástíma og greitt fyrir fá endurgreitt með því að senda póst á ghr@ghr.is það verður gengið frá því 6 apríl

  Gleðilega páska

 • Föstudagur, 5. mars 2021 - 10:05
  Aðalfundur GHR

  Aðalfundur GHR var haldinn fimmtudaginn 4.mars 19 mættu á fundinn.

  Fundarstjóri var Bjarni Jónsson

  Stjórnin er óbreytt Óskar Pálsson var endurkjörinn formaður, verður þetta 21 árið hans sem formaður GHR

  Stjórnin gaf öll kost á sér áfram nema Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir gjaldkeri, engin fékkst í hennar stað, óskir komu um að hún héldi áfram sem hún samþykkti.

       Breytingar urðu í kappleikja-og félaganefnd, Steinar Tómasson tók við af Heimi Hafsteinssyni sem formaður nefndarinnar Loftur Þór Pétursson og Svavar Hauksson gáfu ekki kost á sér áfram, Guðmundur Ingvarsson kom nýr í nefndina. Breytingar urðu einnig á barna-og unglinganefnd Óskar Eyjólfsson gaf ekki kost á sér áfram í hans stað kom Yngvi Karl Jónsson og í forgjafarnefnd kom inn Kristín Bragadóttir í stað Guðjóns Bragasonar. Aðrar nefndir eru óbreyttar.

  Formaður las skýrslu stjórnar og fór yfir það helsta sem gerst hafði á árinu, þakkaði starfsfólki, stjórn og nefndarmönnum fyrir vel unnin störf á árinu og bauð nýja menn velkomna.

   

  Stjórnina skipa

  Formaður:       Óskar Pálsson

  Varaformaður: Einar Long

  Gjaldkeri:        Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir

  Ritari:              Bjarni Jóhannsson

  Meðstjórnandi: Guðný Rósa Tómasdóttir

   

  1. varamaður: Guðlaugur Karl Skúlason

  2. varamaður:  Friðrik Sölvi Þórarinsson

   

   

 • Föstudagur, 9. október 2020 - 14:27
  COVID-19

  Samkvæmt fyrirmælum sóttvarnarlæknis og almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra eru íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu beðin um að gera hlé á öllum æfingum og keppni í tvær vikur, frá deginum í dag til 19. október. Félögin eru jafnframt beðin um að fresta keppnisferðum út á land. Ákvörðunin er tekin í ljósi þess að smitum vegna Covid-19 hefur fjölgað verulega á höfuðborgarsvæðinu á síðustu dögum og líkur á veldisvexti smita í faraldrinum hafa aukist. 

  Viðbragðshópur Golfsambands Íslands beinir því hér mér til allra golfklúbba á höfuðborgarsvæðinu að loka golfvöllum sínum fram til 19. október, eða þar til ný fyrirmæli berast frá yfirvöldum. Nánar tiltekið er um að ræða golfvelli í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Álftanesi, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Mosfellsdal og Kjalarnesi. 

  Þá beinir GSÍ þeim tilmælum til kylfinga á höfuðborgarsvæðinu að virða framangreindar takmarkanir og leita þannig ekki til golfvalla utan höfuðborgarsvæðisins, enda hafa yfirvöld beint því til höfuðborgarbúa að vera ekki á ferðinni til eða frá höfuðborgarsvæðinu meira en nauðsyn krefur. 

  Það er einlæg von Golfsambands Íslands að golfklúbbar og kylfingar hafi skilning á þessum tilmælum og bregðist við þeim þegar í stað. 

  F.h. viðbragðshóps GSÍ vegna Covid-19
  Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri GSÍ.  

 • Föstudagur, 9. október 2020 - 9:20
  Golfskálinn lokaður salernisaðastaða er opin

  Golfskálinn er lokaður en salernisaðstaða er opin

  við biðjum kylfinga um að virða allar sóttvarnarreglur 

   

 • Fimmtudagur, 1. október 2020 - 9:29
  Bændaglíma 3.okt

  Laugardaginn 3.okt er Bændaglíma GHR sem er holukeppni, þar eru valdir 2 bændur sem kjósa sér svo í lið. þetta er mjög skemmtilegt mót og hvetjum við ykkur félagana til þátttöku.

  Skráning er á Golfbox og byrjar mótið kl: 11:00. Við biðjum ykkur að mæta tímanlega þar sem þarf að kjósa í lið svo hægt sé að byrja á réttum tíma.