Skip to Content

Forsíða

 • Fimmtudagur, 12. mars 2020 - 8:29
  Golfklúbbur Hellu semur við PlayGolf.is

   PlayGolf Iceland er glæný golf þjónusta sem býður erlendum kylfingum aðgang til að bóka hina fullkomnu golfferð til Íslands. Vefsíðan inniheldur 20 af bestu golfvöllum landsins og er golfklúbbur Hellu stoltur meðlimur.

   

  PlayGolf.is býður upp á golfpakka sem og golf á einstökum völlum. Markmið Playgolf Iceland er að kynna íslenskt golf á erlendum markaði og að bæta aðgengi erlendra kylfinga í bókun á golftengdum ferðum til Íslands.

   

  Við óskum PlayGolf Iceland til hamingju með síðuna.

  Hægt er að sjá nánari upplýsingar á https://www.playgolf.is

   

   

 • Mánudagur, 18. desember 2017 - 9:32
  Gleðilega hátíð

  Gleðilega hátíð

 • Mánudagur, 18. desember 2017 - 9:24
  Gleðilega hátíð

  Gleðilega hátíð

 • Fimmtudagur, 9. nóvember 2017 - 10:18
  Óskar Pálsson endurkjörinn formaður GHR

  Aðalfundur GHR var haldinn miðvikudaginn 8.nóv. 13 mættu á fundinn.

  Fundarstjóri var Heimir Hafsteinsson

  Óskar Pálsson var endurkjörinn formaður, verður þetta 18 árið hans sem formaður GHR

  Stjórnin gaf öll kost á sér áfram og var hún endurkjörin

  Breytingar urðu í kappleikja-og félaganefnd, þar hætti Þórunn Sigurðardóttir, inn komu Svavar Hauksson og Guðmundur Ágúst Ingvarsson. Breytingar urðu einnig á skoðunarmönnum þar kom inn Gróa Ingólfsdóttir fyrir Svein Sigurðsson sem lést fyrr á árinu. Aðrar nefndir eru óbreyttar.

  Formaður las skýrslu stjórnar og fór yfir það helsta sem gerst hafði á árinu, þakkaði starfsfólki, stjórn og nefndarmönnum fyrir vel unnin störf á árinu.

  Eins og undanfarin ár voru veitt framfaraverðlaun, það var  Fannar Aron hafsteinsson sem hlaut þau að þessu sinni, óskum við honum innilega til hamingju og góðs gengis á komandi árum.

   

  Stjórnina skipa

  Formaður:                  Óskar Pálsson

  Varaformaður:            Einar Long

  Gjaldkeri:                   Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir

  Ritari:                         Bjarni Jóhannsson

  Meðstjórnandi:           Gísli Jafetsson

  1. varamaður:            Guðný Rósa Tómasdóttir

  2. varamaður:            Loftur Þór Pétursson

 • Þriðjudagur, 7. nóvember 2017 - 14:00
  Aðalfundur 2017

  Aðalfundur Golfkúbbs Hellu verður haldinn

  miðvikudaginn 8. nóvember 2017 kl. 20.00 í Golfskálanum Strönd.

  Venjuleg aðalfundarstörf

  Léttar kaffiveitingar verða í boði klúbbsins.

  Stjórnin

 • Mánudagur, 10. júlí 2017 - 9:17
  Klúbbmeistarar 2017

  Klúbbmeistarar 2017 eru mæðginin Andri Már Óskarsson og Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir, Andri Már spilaði hringina 4 á -1  sem er í fyrsta skipti sem það gerist á meistaramóti GHR af hvítum teigum. Keppendur fengu allskonar veður þessa 4 daga, en nokkur vindur var alla dagana og rigning af og til á fimmtudeginum.

  Úrslit í öðrum flokkum má sjá inn á golf.is

  GHR óskar vinningshöfum til hamingju og keppendum fyrir þátttökuna

 • Mánudagur, 29. maí 2017 - 15:54
  Golftímar og kennsla fyrir börn og unglinga í sumar

   

  Gylfi Sigurjónsson verður með golftíma fyrir börn og unglinga sumarið 2017

  mánudaga kl: 13:00 og miðvikudaga kl: 18:00