Íslandsmót kvenna 50+
Íslandsmót golfklúbba í 1. deild kvenna 2023 í +50 ára og eldri fór fram á Strandarvelli á Hellu dagana 24.-26. ágúst. Alls tóku átta klúbbar þátt. Golfklúbbur Reykjavíkur lék til undanúrslita gegn Golfklúbbi Mosfellsbæjar, þar sem að GR hafði betur. Í hinni undanúrslitaviðureigninni áttust við Golfklúbburinn Keilir og Golfklúbbur Kópavogs – og Garðabæjar. Þar hafði […]
Afmælismót GHR
Þann 12.ágúst fór fram afmælismót GHR í tilefni af 70 ára afmæli klúbbsins. Mótið var vel heppnað í alla staði í flottu veðri. Sigurvegari mótsins var Jón Bragi Þórisson, í öðru sæti var Kristinn Jónsson og í þriðja sæti var Írunn Ketilsdóttir en þau eru öll í GHR. Næst holu var Sara Ágúst Sigurbjörnsdóttir en […]
Sjötíu ára afmæli GHR
Laugardaginn 12.ágúst nk. verður afmælismót GHR haldið í tilefni af 70 ára afmæli klúbbsins. Um verður að ræða opið punktamót þar sem stefnt er að ræsa út á öllum holum á sama tíma. Mótið hefst klukkan 13 og að móti loknu verður hátíðarmáltíð í tilefni af afmælinu. Icelandair er aðal styrktaraðili mótsins og verða glæsilegir […]
Meistaramót GHR 2023, ljósmyndir
Meistaramóti GHR lauk síðustu helgi en spilað var í rjómablíðu frá miðvikudegi til laugardags. Hér fyrir neðan eru ljósmyndir af sigurvegurum mótsins sem teknar voru á lokahófinu á laugardeginum.
Meistaramót GHR 2023
Í næstu viku hefst meistaramót klúbbsins og eru allir félagar sem kylfu geta valdið hvattir tilað mæta og skemmta sér með öðrum félögum og bera sig saman við kylfinga af svipaðri getuog eða svipuðum aldri. Athugið að skráningu líkur á miðnætti á sunnudag.Keppt er í eftirfarandi flokkum:Karlar:Meistaraflokkur – minna en 5,0 í forgjöf1 flokkur – […]
Golf fyrir alla
Eldri borgarar hafa verið að mæta á púttvöllinn í sumar líkt og undanfarin ár. Hérna eru nokkrar ljósmyndir frá því í gær þegar vel var mætt á völlinn
Íslandsmót unglinga 16 ára og yngri
Íslandsmótunglinga 16 ára og yngri stendur nú yfir á Strandarvelli. Um 70 ungmenni keppa á mótinu og er hægt að fylgjast með gangi mála á heimasíðu golf.is í gegnum link hérna fyrir neðan. Mótinu lýkur í dag en í fyrstu stóð til að leikið yrði á morgun líka. Því verður opið á Strandarvelli á morgun. […]
Áfram stelpur – Ljósmyndir
Hérna eru nokkrar myndir frá síðustu helgi þegar um 50 stelpur á öllum aldri mættu á Strandarvöll og fengu leiðsögn frá Ragnhildi Sigurðardóttur.
Áfram stelpur
GOLFKENNSLA FYRIR STELPUR á öllum aldri verður haldin á Strandarvelli á Rangárvöllum, sunnudaginn 18. júní næstkomandi, kl. 11.00-15:30 Ragnhildur Sigurðardóttur PGA kennari og afrekskona í golfi, mun annast kennslu og verja deginum með okkur eins og hún gerði í tilefni sama viðburðar í fyrra. Ýmis konar þrautir, keppnir, æfingar og stöðvar verða á staðnum undir […]
Afmælismót 16.júní 2023
Þann 16.júní 2023 verður afmælismót í tilefni af 70 ára afmæli GHR. Um er að ræða punktamót þar sem ræst verður út á öllum teigum en mótið hefst klukkan 16:30. Mótsgjald er 8.000 krónur og innifalið í mótsgjaldi er hátíðarkvöldverður að móti loknu. Veglegir vinningar verða í boði á mótinu og er Icelandair aðalstyrktaraðili mótsins.