GOLFKENNSLA FYRIR STELPUR á öllum aldri verður haldin á Strandarvelli á Rangárvöllum, sunnudaginn 18. júní næstkomandi, kl. 11.00-15:30
Ragnhildur Sigurðardóttur PGA kennari og afrekskona í golfi, mun annast kennslu og verja deginum með okkur eins og hún gerði í tilefni sama viðburðar í fyrra. Ýmis konar þrautir, keppnir, æfingar og stöðvar verða á staðnum undir handleiðslu hennar.
Á undanförnum árum hefur gífurlegur fjöldi tekið þátt í Stelpugolfi sem haldið er árlega af GSÍ og samstarfsaðilum víðs vegar um landið. Markmið Stelpugolfs er að stuðla að aukinni þátttöku kvenna í golfi og auka fjölskylduímynd golfíþróttarinnar.
Við hjá Golfklúbbnum á Hellu hvetjum konur á öllum aldri á Suðurlandi að taka þátt og spreyta sig í golfi undir handleiðslu Ragnhildar og taka með sér eftir atvikum mömmur, ömmur, dætur frænkur, vinkonur o.s.frv. í golf.
Kylfur verða á staðnum og viðburðurinn og kennslan er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Þeir sem ætla að koma og taka þátt vinsamlegast skráið ykkur á viðburðinn hér með athugasemd undir þessarri færslu.
Ef einhverjir áhugasamir eru ekki á Facebook að fá þá annan til þess að skrá nöfnin og gsm síma hér í athugasemdum. Þannig verður unnt að skipuleggja daginn m.t.t. fjölda þátttakenda. Leiðbeiningar og almennar upplýsingar munu svo allar koma fram hér í þessum hópi.
Einstaklingar eða hópar sem hafa áhuga á einkakennslu hjá Ragnhildi geta haft samband við hana á netfangið ragga@golfhollin.is. Við bendum líka áhugasömum á vefsíðu Ragnhildar apari.is
Sjáumst hress og kát á Strandarvelli
Hérna er linkur að facebook síðu þar sem hægt er að skrá sig: