Skip to Content

GHR

 • Mánudagur, 10. júlí 2017 - 9:17
  Klúbbmeistarar 2017

  Klúbbmeistarar 2017 eru mæðginin Andri Már Óskarsson og Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir, Andri Már spilaði hringina 4 á -1  sem er í fyrsta skipti sem það gerist á meistaramóti GHR af hvítum teigum. Keppendur fengu allskonar veður þessa 4 daga, en nokkur vindur var alla dagana og rigning af og til á fimmtudeginum.

  Úrslit í öðrum flokkum má sjá inn á golf.is

  GHR óskar vinningshöfum til hamingju og keppendum fyrir þátttökuna

 • Mánudagur, 19. desember 2016 - 10:12
  Jólakverðja 2016

  Gleðileg Jól

 • Þriðjudagur, 29. nóvember 2016 - 8:40
  Óskar Pálsson endurkjörinn formaður GHR

  Aðalfundur GHR var haldinnfimmtudaginn 24.nóv. 12  mættu á fundinn.

  Fundarstjóri var Heimir Hafsteinsson

  Óskar Pálsson var endurkjörinn formaður, verður þetta 17 árið hans sem formaður GHR

  Stjórnin gaf öll kost á sér áfram og var hún endurkjörin

  Breytingar urðu í kappleikja-og félaganefnd en þar hættu Þorsteinn Ragnarsson (formaður), Gróa Ingólfsdóttir,  Svavar Hauksson og Einar Long, ekki tókst að manna þessa nefnd að fullu aftur en inn kom Heimir Hafsteinsson. Í  aganefnd hætti Matthías Þorsteinsson og inn kom Gróa Ingólfsdóttir. Aðrar nefndir eru óbreyttar.

  Formaður las skýrslu stjórnar og fór yfir það helsta sem gerst hafði á árinu, þakkaði starfsfólki, stjórn og nefndarmönnum fyrir vel unnin störf á árinu og sérstaklega þakkaði hann Þorsteini Ragnarssyni fyrir hans störf í þágu klúbbsins en hann lét af formennsku kappleikjanefndar eins og áður sagði.

  Eins og undanfarin ár voru veitt framfaraverðlaun, það var Gísli Jafetsson sem hlaut þau að þessu sinni, óskum við honum innilega til hamingju og góðs gengis á komandi árum.

   

  Stjórnina skipa

  Formaður:        Óskar Pálsson

  Varaformaður:  Einar Long

  Gjaldkeri:          Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir

  Ritari:               Bjarni Jóhannsson

  Meðstjórnandi:  Gísli Jafetsson

   

   

  1. varamaður: Guðný Rósa Tómasdóttir

  2. varamaður:   Loftur Þór Pétursson

   

 • Fimmtudagur, 17. nóvember 2016 - 9:21
  Aðalfundur GHR 24.nóvember 2016

  Aðalfundur Golfkúbbs Hellu verður haldinn fimmtudaginn

  24. nóvember 2016 kl. 20.00 í Golfskálanum Strönd.

   

  Venjuleg aðalfundarstörf

   

  Léttar kaffiveitingar verða í boði klúbbsins.

   

  Stjórnin

 • Föstudagur, 19. ágúst 2016 - 14:21
  Opna SS-mótinu FRESTAÐ um óákveðin tíma

  Opna SS-mótinu er FRESTAÐ um óákveðin tíma þeir sem voru skráðir í mótið eru skráðir á rástíma sem þeir bókuðu sig í í mótið, ef þið hafið ekki áhuga á að spila hring þá vinsamlegast hringið í síma 487-8208 og afbókið ykkur 

 • Laugardagur, 13. ágúst 2016 - 9:53
  Íslandsmót golfklúbba í holukeppni 18 ára og yngri pilta

  Núna um hlegina 12 til 14 ágúst fer fram á Strandarvelli Íslandsmót golfklúbba í holukeppni 18 ára og yngri pilta 11 sveitir taka þátt í ár

  fyrst var spilaður höggleikur og svo 4 umferðir holukeppni

  Patrekur Nordquist Ragnarsson úr GR spilaði flott golf á fyrsta degi mótsins, 63 högg af hvítum teigum sem er einu höggi frá vallarmetinu.

  Hann gerði sér svo lítið fyrir drengurinn og fór holu í höggi á 8 braut höggið slegið með 5 járni

  Við óskum Patreki innilega til hamingju

 • Laugardagur, 23. júlí 2016 - 21:04
  Andri Már í 5 sæti

  Andri Már er í 5 sæti og í hörku baráttu fyrir loka hringinn á Íslandsmótinu í golfi á Akureyri, fylgist með spennandi keppni í sjónvarpinu á morgun í beinni kl 13:30 og sendið honum góða strauma, Andri Már er í næstsíðasta holli kl: 11:50